Blanda - Akureyri


23.02.2017

Framkvæmd

Markmiðið með Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi svo það ráði betur við truflanir, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með samtengingu virkjanasvæða og þjóna allri uppbyggingu og núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi.

Framkvæmdirnar eru einnig mikilvægar fyrir flutningskerfi landsins í heild sinni þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi.

Áætluð lengd Blöndulínu 3 er um 107 km, innan fimm sveitarfélaga; Húnavatnshrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Hörgársveitar og Akureyrarkaupstaðar.

Drög að tillögu að matsáætlun voru lögð fram til kynningar í júlí 2008, frummatsskýrsla var lögð fram til kynningar í mars 2012 og Skipulagsstofnun gaf út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum fyrir Blöndulínu 3 í ársbyrjun 2013.  Upphaflega stóð til að Blöndulína 3 yrði fyrsti áfanginn í styrkingu byggðalínuhringsins en nú hafa áfangarnir frá Kröflu að Fljótsdal og frá Akureyri að Kröflu verið færðir fram fyrir.  

Aftur í allar fréttir